Hverfasjá hverfisskipulags

Ein mikilvægasta nýjung hverfisskipulagsins er Hverfasjáin. Þar má á einfaldan hátt nálgast öll skipulagsgögn hverfisskipulags, s.s. skipulagsskilmála, skipulagsuppdrátt, greinargerðir og leiðbeiningarit hverfisskipulags. 

Ef slegið er inn götuheiti og húsnúmer birtast gildandi skipulagsskilmálar fyrir viðkomandi eign. Þar koma fram heimildir fyrir breytingum og/eða viðbótum á fasteign og lóð auk leiðbeininga um hvernig sótt er um viðeigandi leyfi til skipulags- og byggingaryfirvalda. 

Hverfasjáin bætir til muna aðgengi íbúa að upplýsingum um skipulag í gildi og gerir umsóknar- og afgreiðsluferli vegna ýmiskonar breytinga á fasteignum einfaldara og skilvirkara. 

Einfalt og læsilegt viðmót

Uppdráttur birtur í samhengi við greinargerð

Alltaf nýjasta útgáfan af skipulagsáætlun