Leiðbeiningar hverfisskipulagsins

Leiðbeiningar verða aðgengilegar í Hverfasjá strax og fyrsta hverfisskipulagið hefur verið samþykkt

Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru nýjung í skipulagsmálum hérlendis og verða þær fylgiskjöl með öllum hverfisskipulagsáætlunum borgarinnar. Þær eru grundvallaðar á stefnumörkun Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og þeim er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlað að leiðbeina um útfærslur á ýmsum heimildum sem fram koma í skilmálum hverfisskipulags.

Leiðbeiningarnar eru ekki tengdar einstökum hverfum eða skilmálaeiningum heldur eru þær algildar fyrir alla borgarhluta. Leiðbeiningarnar eru skýringargögn með skýringarmyndum sem fylgja skal þegar skilmálar eru nýttir.

Leiðbeiningar hverfisskipulagsins eru í kynningarferli og munu taka gildi samhliða fyrsta hverfisskipulaginu.