Hvað er hverfisskipulag ?

Stóru línurnar lagðar að mótun borgarinnar til langs tíma

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 eru stóru línurnar lagðar að mótun borgarinnar til langs tíma. Eitt af meginmarkmiðum aðal-skipulagsins er að öll hverfi borgarinnar verði sjálfbærari og mann-vænni og að gæði hins manngerða umhverfis verði sett í öndvegi.

Fleiri íbúðir! Fleiri leiksvæði! Fleiri bílastæði! More apartments! More Playgrounds! More Parking! hér eru uppi áform um að efla hverfismiðjuna með öflugri menningarstarfsemi og fallegu umhverfi. Ekki sem verst, ha? There are plans to strengthen the neighbourhood center By increasing culturally related activities and beautifying the environment, not bad ! Áfram fylkir! Go fylkir! Hér er gott að búa. Góðir grannar og ísbúð, hvað þarf maður meira ? It’s good to live here. Good neighbours and a ice-cream shop, what else could you need? úps! hér er þörf á gangstéttar- viðgerðum OOPS! the side- walk here needs repairs Svei mér þá, hér vantar gangbraut! Og kannksi listaverk í almennings- rýmið! we need a cross- walk here! and maybe artwork for the public space Mætti ekki byggja nokkrar íbúðir hér! Couldn’t they build some apart -ments here ! LOFT- OG HLJÓÐ- MENGUN Air and sound pollution Bættar Almennings- samgöngur! Better Public Transpor -tation

Hverfisskipulagið gegnir afar mikilvægu hlutverki við að innleiða stefnu aðalskipulagsins og útfæra nánar markmið þess. Hverfisskipulag er  tegund deiliskipulags fyrir gróin hverfi – þ.e.a.s. skipulagsáætlun fyrir fastmótaða byggð sem nær yfir stærra landssvæði en hefðbundið deiliskipulag.

Nýtt hverfisskipulag mun sameina ólíkar deiliskipulagsáætlanir innan hverfanna í eitt heildarskipulag sem einfaldar til muna gerð og eftirfylgni áætlana sem varða skipulag, uppbyggingu og framtíðarsýn hvers hverfis. 

10 01 02 03 04 05 06 09 08 07

Reykjavík skiptist í tíu borgarhluta og innan þeirra eru alls 26 hverfi sem hvert fær sitt eigið hverfisskipulag.

Samráð við borgarbúa 

Mikil áhersla er lögð á þátttöku íbúa og hagsmunaaðila við gerð hverfisskipulags

Liður í því að virkja íbúa og hagsmunaaðila í hverfisskipulagsgerðina eru rýnihópar úr hverfunum sem Gallup stýrir. Þar er leitað álits íbúa á aldrinum 20 til 85 ára á skipulagshugmyndum og framtíðarsýn ráðgjafahópanna. Niðurstöðurnar eru notaðar til að betrumbæta hugmyndirnar áður en þær eru kynntar á íbúafundum.

Íbúafundir eru haldnir innan hvers hverfis þar sem skipulagshugmyndir ráðgjafanna eru kynntar og íbúum boðið til samtals um framtíðarsýn hverfanna. Mikilvægur þáttur í samráðsferlinu eru líkön af hverfunum sem nemendur í grunnskólum borgarinnar byggja. 

 

Skapandi samráð miðar að því að gefa íbúum möguleika á að koma hugmyndum á framfæri

Ferli hverfisskipulagsins

Hvert hverfisskipulag tekur 18-24 mánuði í vinnslu

Gerð hverfisskipulags fyrir heila borg er gríðarlega umfangsmikið og flókið verkefni og er því skipt í sex skilgreinda verkþætti. Hvert hverfisskipulag er unnið af þverfaglegum ráðgjafahóp arkitekta, landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga og verkfræðinga og tekur u.þ.b. 18-24 mánuði í vinnslu.

Fyrsti verkþáttur í hverju hverfisskipulagi er að útbúa verklýsingu þar sem skipulagsvinnunni er lýst. Næsti verkþáttur er vinna við stefnumótun og framtíðarsýn fyrir hvert hverfi, sem er síðan kynnt í skipulögðu samráðsferli. Þar á eftir tekur við tillögu- og skilmálagerð, en síðasti verkþátturinn er kynningar- og samþykktarferli.

Verkþættir

  1. Verklýsing
  2. Stefnumótun
  3. Samráð
  4. Skilmálagerð
  5. Tillögugerð
  6. Kynningar- og samþykktarferli

Hvert hverfisskipulag er unnið af þverfaglegum ráðgjafahóp arkitekta, landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga og verkfræðinga

Gátlisti um visthæfi byggðar

Sjö lykilstoðir hverfisskipulags

Við skipulagsgerð þarf að huga vel að áhrifum viðkomandi skipulagsáætlunar á íbúa og nærumhverfi þeirra og kortleggja styrkleika og veikleika hvers hverfis með tilliti til ýmissa þátta. 

Við upphaf vinnu við hverfisskipulag er stuðst við gátlista til að meta visthæfi hvers borgarhluta og hverfanna innan þeirra. Gátlistinn byggir á sjö lykilstoðum sem meta visthæfi hvers hverfis og eru leiðarljós hverfisskiplagsvinnunnar á öllum stigum – allt frá vinnu við verklýsingu í upphafi og til fullunninnar hverfisskipulagstillögu sem send er til kynningar og samþykktar.

Öll rótgróin hverfi koma til með að fá sitt eigið hverfisskipulag